3.10.2005

maður skilar kaffikrús

ég drekk stundum te. þá frá fyrirtæki sem heitir yogi tea. agalega fínt, hægt að fá með lakkrísrót, piparmyntu og allskyns góðgæti. upp á síðkastið hef ég þó helst kosið að drekka triple ginseng með echinacea. finnst það gott á bragðið líka. nema hvað að á pokunum, þar sem endinn á bandinu er, lafir lítill miði með spakmæli. og fólk sem þekkir mig, veit hvað mér finnast svona spakmæli frábær. svona álíka frábær og bjánalegu júró-ömurlegu powerpoint spömmin með bleiku böngsunum og hjörtunum og midifælunum sem leiða til bráðatilfellis af losing the will to live. en já, þessi spakmæli eru yfirleitt eitthvað helvítis nýaldarrugl ' there´s no past or future and the present is a gift' je je je. en maður drekkur þetta náttúrulega ekki útaf spakmælunum heldur útaf, jah, teinu?

en ég les alltaf miðana, just for shits and giggles. kannski koma lottótölurnar eða eitthvað og þá myndi ég sko kaupa miða ef það sé sól. og í dag féll náð allah (in´sh´allah!) í mitt skaut og bestasta spakmælið ever, líka. bara við að hugsa um það þá flissa ég eins og hálfviti hérna... allavega, hér er spakmælið "your strength is in how calmly, quietly and peacefully you face life".

einmitt.
en nú er best að halda áfram að læra. próf í kvöld.

No comments: