6.20.2005

don´t think twice it´s alright

ég gleymdi óvart 17. júní. algjör auli. en þrumurnar sjá um sína og ég fékk edilonsfínt símtal frá ungum manni sem söng fyrir mig hæ hó jibbíjey og jibbíjey það er kominn 17. júní. ljómandi alveg hreint. þetta var fyrsti 17. júní sem ég hélt ekki upp á með neinu móti. eyddi fyrri hluta dagsins í stresskasti yfir væntanlegum fundi og síðari hluta dagsins á þeim fundi.

ég þoli ekki fundi en þessi var samt skemmtilegur. í sumar verð ég í hjáverkum að testa usability fyrir cornell síðuna sem er nú frekar slöpp eitthvað þrátt fyrir nýtt lúkk únd alles. þessi fundur var semsagt upphafið á því starfi. gúddígúddí! aðaldjobbið mitt verður nú samt að skoða productivity og environmental conditions með leiðbeinandanum mínum.

mér finnst ergónómía svo ógeðslega skemmtileg, en eins og með allt að þá er alltaf eitthvað sem manni finnst "minna". og ég verð að segja að air quality og productivity er "minna" ógeðslega skemmtilegt. svo skemmtilega vill til að á to do lista dagsins er að lesa handfylli af rannsóknargreinum um þetta efni. ðöö.

en ég mun harka þetta af mér og tæta og trylla í gegnum þetta eins og vindurinn úti í garði í þeinkjúverrímödds tuttugu stiga hita og rjómablíðu þannig að ég held að það sé lítið hægt að vorkenna mér. ef eitthvað þá má bara sleppa því og jafnvel koma með táfýlublammeringar í kommentakerfið.

annars er ég með spurningu. hvernig stendur á því að ég get ekki eldað hýðishrísgrjón án þess þau annaðhvort verði að mauki eða séu ennþá hrá eftir fimm klukkutíma suðu (ja, eða svona hérumbil)? why? why? kann einhver kúguð kona sem er alla jafna bundin á bakvið eldavélina en fær að lesa þessa síðu í sígarettupásu, ráð? no?

ókei. farin að lesa og vinna aðeins í húðkrabbameininu.

1 comment:

Anonymous said...

já ég kann ógeðslega gott ráð.. kaupa basmati og sjóða þau í korter ;)