6.10.2004

mér var ekki ætlað að þvo þvott í gær. don´t get me wrong, mér finnst ekkert leiðinlegra en að þvo þvott, sér í lagi þegar í því felst að schleppa óhreina tauinu alla leið út á möntvask og svo sitja og bíða og bíða eftir að 35 ára þvottavélar sulli eitthvað með fötin mín - ég kalla það ekki þvott þegar í rauninni er bara verið að bleyta upp í flíkunum... ugh. en allavega, ever the procrastinator þá ákvað ég að borða kvöldmatinn fyrst, dunda aðeins á internetinu og vaska upp áður. svo leið og beið og það byrjaði að rigna, sem tafði mig enn frekar. það var frábært, því það hafði verið mjög rakt allan daginn og 30 stiga hiti. allt var kleprað, þar á meðal ég. rigningin var yndisleg. svo komu þrumurnar og eldingarnar. sem eru líka mjög skemmtilegt fyrirbæri. nema þegar eldingu slær niður í möntvaskið mitt. æ æ, en leiðinlegt. heppilegt að ég var ekki með föt í vélunum þarna, því rafmagnið kom ekki á fyrr en klukkan fjögur í nótt. a long spin cycle, if you ask me. en, það var ekki annað að gera en að setjast bara út á verönd með kerti og horfa á eldflugurnar. some days there´s nothing else to do but to smell the goddamn freakin´ roses. í dag er síðasti dagurinn í vinnunni og svo legg ég af stað til íslands á þriðjudaginn. brill.

No comments: