12.20.2004

jibbí skribbí. nú eru bara nokkrir tímar í að ég verði sótt af einhverjum af glæsivögnum ithaca taxi company og mér skutlað upp á flugvöll. jamm. ég er á leiðinni í sólina.

og ekki seinna vænna, hér er fokkings tuttuguogtveggja stiga frost. minus twenty two, folks. put that in yer pipe and smoke it.

er að pakka og hlusta á einn af nýlegri diskunum í safninu mínu: innocence and despair - the langley schools music project.

hér er linkur á betterpropaganda.com sem ætti að gefa ykkur forsmekkinn. smella á listen og þetta ætti að opnast. únd blasten in ze botn. desperado hefur aldrei hljómað eins ... desperat? linda ronstadt eadt your heardt oudt.

hér er svo linkur með meiri upplýsingum fyrir forvitna. algjör sýra en samt eitthvað svo gleðilegt.

ok i´m outta here. klára að pakka og tékka obsessíft kompúlsíft á flugmiðanum næstu tímana. výýý. sjáumst 2005.

ps. ed darlíng: ég tímdi ekki a-pósti á ykkur litla krúsilíus kláðamaur. en það þýðir ekki að mér þyki ekki vænst um ykkur ok?

12.19.2004

again with the inane stuff.

bid spennt eftir ad einhver taki thetta upp sem barattumal a thingi a islandi. gledi.

---------
vaffvaffvaffdottnjujorktaemsdottkomm
---------
The Singable National Anthem

By REBECCA SKLOOT Published: December 12, 2004
Here's a little-known fact about the melody of ''The Star Spangled Banner'': before it was our national anthem, it was a belt-it-out-in-the-pub drinking song. According to Ed Siegel, a psychiatrist in Solana Beach, Calif., this may explain why most of us sound like a bunch of yodeling drunks when we sing it. And he has found a way to fix this.

Not long after the song became the national anthem in the 1930's, a committee of musicians, congressmen and military officials wrote a code specifying that it be played in the key of B flat major. The problem is, most people can't sing it in B flat major. ''It's just too high,'' Siegel says. ''And what does it say about this country that no one can actually sing our national anthem?'' His solution: Lower the key.

Siegel changed the key of the national anthem while running a support group for recovering alcoholic veterans. ''I didn't know what key it was supposed to be in,'' says Siegel, who plays piano strictly by ear. ''I just played in a key everyone could sing, because I wanted to show that they could lose inhibitions without drinking.'' In the end everyone sang, and no one sounded drunk.

In June, Siegel persuaded his City Council to pass a resolution saying ''the federal government should establish the key of G major as the song's official key.'' He claims that ''The Star Spangled Banner'' has contributed to a nationwide decrease in singing, because Americans are routinely embarrassed by how badly they sound hollering it out. ''This has caused a form of post-traumatic stress disorder in our culture,'' he says. ''People freak when asked to sing.''
Of course, changing the song's key doesn't fix its absurdly wide range, and the new lows will be too low for some. ''People can mumble those parts if necessary,'' Siegel says. ''But everyone should be able to hit the high notes -- that's where it gets exciting.''

It's no small detail that the song's highest note -- the one most people can't reach -- is the word ''free,'' as in, ''land of the freeeeeeeeee.'' Siegel says he figures the government would want to do whatever it could to allow everyone in the country to hit that note, and he has sent repeated requests to the Pentagon for change. So what does the Pentagon think? ''Huh?'' a Pentagon spokeswoman says. ''We didn't even know the Pentagon had any say over the national anthem.''

annars segi eg bara happy festivus, my darlings. eg treysti thvi ad allir seu bunir ad kaupa ser stong? hnegg.
*fliss*

bandarikjamenn eru frabaerir. eg ELSKA thessa thjod. ELSK'ANA!


en eg bara spyr, hver segir ad piparkokuhus thurfi ad hafa thak?
enn ein snilldarmyndin! ah.

vid semsagt fengum ekki bevitans thakid til ad passa.
enn ein snilldarmyndin! ah.

og her er listaverkid "after the hurricane"
enn ein snilldarmyndin! ah.

her ma sja byrjun a einhverju storkostlegasta nylistaverki okkar tima. gina, the roommate, vildi endilega gera piparkokuhus.
enn ein snilldarmyndin! ah.

glogg og gledi a 106 auburn street. saetasti gesturinn var ad sjalfsogdu mixmaster j. her nybuinn ad reyna ad borda klementinuna sem eg held a. algjor snillingur.
enn ein snilldarmyndin! ah.

12.17.2004

neytendaviðvörun: ef þú komst hingað til að lesa létt grín í góðum gír þá er þetta ekki síðan fyrir þig í dag. komdu aftur á morgun eða hinn.

í dag langar mig að röfla aðeins um jólin.

þrátt fyrir að hafa heitið sjálfri mér því að taka ekki þátt í jólarugli þetta árið þá er ég hér á föstudagskvöldi að pakka inn pakkalufsum til að senda til íslands og til að henda í fólk hérna í íþöku. ég er púki í ár. finnst jólin púkó og nánast allt sem fylgir þeim glatað og öm. og ég á alveg ótrúlega erfitt að koma mér í eitthvað sem einusinni var "jólagírinn".

fyrir því eru nokkrar ástæður.

ég er ekki kristin. ég trúi ekki á guð og ennsíður á jesú. enn fremur finnst mér tilhugsunin um himnaríki eða helvíti bjánaleg. ég sé engan tilgang með því að taka þátt í þessu tralli. rétt eins og ég tek ekki þátt í að fasta á ramadan eða í messuhaldi kaþólskra á öskudag (ash wednesday).

mér finnst leiðinlegt að gefa fólki pakka afþví það er 24./25. desember. aukinheldur finnst mér glatað að senda kort til vina minna og ættingja afþví...ha já, 24./25. desember! af hverju má ekki bara gefa pakka og kort allan ársins hring? eða segja sínum nánustu hvað manni þykir vænt um þau bara alltaf?

enn ömurlegra finnst mér að hugsa til þess að meirihluti fólks sem heldur upp á þessa hátíð ljóss og friðar er alls ekkert kristið og að jóla jóla jóla bla bla bla er bara eitthvað sem er gert upp á vanann. halda jólin til að vera með. "eru ekki allir í stuði!" fílingur.

ég er ekki sammála því að þegar kemur að trúarhátíðum að þá eigi ólympíuandinn að svífa yfir vötnum. það skiptir ekki máli bara að vera með. það sem skiptir máli er að gera hluti af sannfæringu. alveg sama hvað þú tekur þér fyrir hendur. þú mætir ekki bara í vinnuna til að fá launaseðil, er það? eða mætir í skólann á fyrsta degi og svo ekki söguna meir. það bara virkar ekki þannig. ef þú velur að vera kristinnar trúar þá segi ég bara kudos to you. húrra fyrir því að þú eigir spiritúalískt haldreipi. við þurfum það öll og það er vissulega hentugt ef það vill svo til að haldreipið er opinber trúarstefna ríkisins sem þú býrð í. ég hef ekkert á móti trú. ég er trúuð. bara ekki kristin.

en fyrst ég er byrjuð á röfli, þá ætla ég líka að pípa aðeins útaf eyðslunni sem fylgir þessari hátíð. tugum þúsunda er eytt í hluti en ekki í fólk.

þann 27. desember verða alveg jafn mörg börn munaðarlaus, jafn mikið af fólki sem á ekki þak yfir höfuðið og jafn mikið af almennri eymd og volæði. en það er í lagi, því við fengum öll hangikjöt/hamborgarhrygg/rjúpu/blabla og jólaöl og þá er allt í lagi. en það er það ekki.

þannig að ég spyr hvað er til ráða? ég veit ekki með ykkur, en ég á alveg hrikalega erfitt með að samræma þessar hugsanir og það sem ég er að gera akkúrat núna. og ég veit að það þarf eitthvað alveg meiriháttar að gerast til að þessu verði tekið af mínum nánustu án þess að ég verði álitin skrítin eða klikk. en ég er hætt að halda upp á jólin. þangað til ég ákveð annað.

bæ ðe vei, þá þykir mér vænst um ykkur. þið vitið hver þið eruð.

12.16.2004

spekingar spjalla um hvað þurfi að taka með á sólarstrendur og hvað megi samnýta:
----------------------------------
hrönnsa says:
hmmm
hrönnsa says:
eg var ad spa i thvi,
hrönnsa says:
og thar sem thid verdid i tvo daga i boston
hrönnsa says:
tha thydir litid fyrir mig ad segja
hrönnsa says:
ekki koma med sjampo!
hrönnsa says:
thvi thid thurfid vaentanlega ad thvo ykkur thar?
hrönnsa says:
lol
MD - at home and only a day to (ip) says:
nah
MD - at home and only a day to (ip) says:
við erum löngu hætt því
hrönnsa says:
alveg rett
hrönnsa says:
eg er nottlega gamaldags living thingy of almennt hreinlaeti
hrönnsa says:
lol
MD - at home and only a day to (ip) says:
rofl
hrönnsa says:
en hvad dettur ther i hug?
hrönnsa says:
er eitthvad ekki nogu frumleg med samnytingarfactorinn
hrönnsa says:
eg tek allavega med mer fylusprey til ad spreyja ykkur thvi eg tholi ekki fylu
hrönnsa says:
lol
hrönnsa says:
thid verdid angandi pine fresh
hrönnsa says:
eins og eg i brudkaupinu fordum daga...
------------------------------------------

svona gengur þetta nú fyrir sig þegar við margrét plönum ferðalög. þar hafið þið það.

mig dreymdi fáránlegan og mjög grafískan draum í nótt. herra pez er hérmeð boðið að nota þetta í næstu sögu. eða ekki.

ég var sérlegur fulltrúi í líkfundar-teymi, svona svipað og crimel scene investigation (csi - uppáhalds sjónvarpsþátturinn minn þegar ég átti imba í den) og ég var alltaf kölluð á staðinn til að finna líkin. nema þetta voru ekki bara lík, heldur líka fólk sem var að deyja - annaðhvort hafði einhver reynt að drepa þau eða bara þau voru að deyja.

ég er svo fegin að ég fann ekki lykt í þessum draumi því ég var að grafa upp (no pun intended) allskonar viðbjóð og jökkí stöff. ein senan var þannig að ég var í höfuðstöðvunum, örugglega að drekka kaffi og borda kleinuhringi - gera ekki allar löggur það? og ég löggast og er eitthvað að vesinast þangað til það kemur tilkynning um að það sé komin bifreið sem sterkur grunur leiki á um að sé full, alveg smekkfull, af líkum.

ég fer á verkstæðið og þar er gamall og ryðgaður bíll. ég byrja garfa og ríf upp aftursætin. og viti menn ég finn lík og hálfdautt fólk. ekki bara eitt eða tvö. nei. tólf hálfdauðar manneskjur sem ég dreg þarna upp. hver og einn mislangt kominn í rotnun og ömurleika. ætla ekki að lýsa ástandinu frekar en þetta var frekar vibbalegt. ég man líka að þetta var allt eldra fólk.

á meðan á öllu þessu stóð datt mér ekki í hug að mér þætti þetta ógeðslegt, eða að vera hrædd eða að finnast þetta eitthvað skrítið. eins eðlilegt og ég veit ekki hvað. meira að segja flaug þessi frasi út úr mér þegar ég var að draga einn eldri borgarann útúr bílflakinu "loose the comb-over grandpa!"

ég er lögga og ég er að bjarga fólki og það eina sem mér dettur í hug er að fleygja út one-linerum um hárgreiðslu fólks? ég get svarið það, ég hef ekkert lært...

sérlegur draumráðandi minn, eddfríður, vill meina að þessi tólf hálf-lík séu öll skiptin sem ég vildi kyrkja micromanagerinn í hópverkefninu í ergónómíunni. en ég sé núna að það getur ekki verið rétt, því það voru miklu fleiri skipti en tólf sem mig langaði að leggja hendur á þá manneskju.

annar sérlegur draumráðandi, becky, heldur því fram að hér sé um að ræða eitthvað sem dó innra með mér þessa önnina. til dæmis eitthvað sem hafi verið hluti af sjálfri mér (thus the old peeps) og ég hafi kvatt þegar ég byrjaði í skólanum. ekki ólíklegt.

ég held því aftur á móti fram að hér sé einfaldlega um að ræða uppsafnad svefnleysi, ofneyslu á kaffi, stress og kvíða blandað saman með miklu ímyndunarafli og dass af sjónvarpsglápi.

jámm.

ég átti annars svo gott símtal við ginu, herbergisfélagann sem er aldrei heima, í morgun. ég sagði henni þennan draum og draumráðningarnar og hún tók undir þetta hjá mér með stressið. og klikkti svo út með því að segja að hún hefði heyrt að barbados væri svo slakandi staður. ég svaraði "oh, it´s a shame i´m not going there. i´m pretty sure my ticket to the bahamas is non-refundable at this point"

ó hvað ég er illkvittin, en þetta var dálítið fyndið. again with the sarcasm. and again i have learned nothing. en barbados, bahamas, bermuda - what´s the difference?

ég er farin í möntvaskið að þvo larfana mína og svo ætla ég að heilsa upp á mr. D. og jafnvel setjast inn á gimme! coffee og lesa eins og einn kafla í bók.

erfitt líf. líf. líf.

12.15.2004

BÚIN!

farin út að anda að mér lífi.

12.14.2004

thar sem eg sit og reyni ad motivera sjalfa mig i ad klara sidasta verkefni annarinnar tha rennur upp fyrir mer thessi skemmtilega stadreynd: a thessum tima eftir nakvaemlega viku, tha verd eg lent a bahamas, buin ad knusast med moggu og hjalla og ad ollum likindum buin ad skella mer i sandalana og stuttbuxurnar.

ahhh ja. thad er ekki leidinlegt ad vera eg, tho eg se ordin dalitid kleprud i verkefnavinnunni. vi!

12.13.2004

skilaði síðasta hópverkefni annarinnar í dag. nú eru að minnsta kosti tveir mánuðir þar til ég þarf að taka aftur þátt á hóprúnki. sveimérþá hvað það er ótrúleg lífsreynsla og æfing í að anda og telja upp að 239 að vinna í hópi. sumir hópar eru fínir, allir á sömu bylgjulengd hvað markmiðið er, hversu mikinn tíma hver og einn er tilbúinn að leggja undir, hver gerir hvað og öllum treyst fyrir því sem þeir taka að sér.

...og svo eru hópar eins og hópurinn minn í ergónómíunni. jedúddamía. ég er ekki frá því að ég hafi brotið jaxl við að vinna með þessu liði - eða öllu heldur egómanísku stjórnunarsturluðu og bara klikkuðu manneskjunni sem tókst næstum því að sjá til þess að ég yrði fangelsuð fyrir morð að yfirlögðu. ég þoli ekki þegar mér er sagt að gera hluti á ákveðinn máta.

þoli.
það.
ekki.

ef þú vilt upplifa mig pirraða, þá mæli ég með þeirri aðferð. bara reyndu að míkrómanagera það sem ég er að gera og ég kýli þig. ok. ég veit að þetta eru kannski harkaleg viðbrögð, en um leið og ég fæ á tilfinninguna að mér sé ekki treyst fyrir því einu að hugsa eins og vitiborinni manneskju þá kemur kryppan upp og klærnar eru brýndar. það eru sjálfsagt til ágætis lyf til að stemma stigu við þessu hjá mér, en svo lengi sem ég er ekki umkringd fávitum þá er ég nú yfirleitt sakleysisgrey.

en að öðru.
þar sem ég á bara eitt verkefni eftir - og það er einstaklingsverkefni! jess! - þá trallaði ég mér niðrí bæ með pakka á pósthúsið. maður má ekki gleyma móður sinni mitt í þessari prófa/verkefna/annarlokasturlun. og svo eru víst jólin að koma fyrir þá sem halda upp á slíkt.

en já, það var svona ljómandi fínt að tralla í bænum, var alveg búin að gleyma rónunum og dagvistarsjúklingunum hjá geðhjálp hér í bæ sem eigra um göturnar á daginn því hvar annarstaðar á þetta fólk athvarf?

flissarinn var á sínum stað. hann er með tourette heilkenni og eitthvað meira bland í poka af geðsjúkdómum. hann stóð á einu horninu og flissaði og sló sér á lær og meira að segja slengdi út hlátursrokum í dag. í toppformi. það er alveg hægt að sjá þegar hann er ekki að fá stuðning hjá féló, því þá fær hann ekki geðlyf og er missandi sig útum allt. merkilegt.

og svo er það maðurinn sem hrópar alltaf "good day good morning happy chanukah merry christmas now don´t go getting a heat stroke!" vingjarnlegt. einusinni reyndi ég að svara honum en það eina sem ég fékk til baka í hausinn var bara sama línan, tvisvar. núna nikka ég bara og brosi enda ekki annað hægt þegar maður fær svona fallega kveðju.

lisa, sem er i raun maður sem heitir david, var líka í bænum. hún er klæðskiptingur sem vill fara alla leið og skipta um kyn. og þessvegna er hann hún en ekki hann. kona föst í líkama manns. lisa er alltaf stífmáluð, með sítt ljóst hár og vill að maður kalli hana læææææza, ekki lísa. hún er alltaf í criminally short skirts to show off her legs that go all the way up to there og með gerfibrjóstin lafandi uppúr skræpóttum silkiskyrtum (svona eins og ég gekk í þegar ég var gelgja...the horror). lisa er líka alltaf með ghettoblasterinn á fullu. yfirleitt bara svona amerískt táfýlurokk. the best of the eighties, nineties and today. lisa var alltaf á hjóli og hafði teipað ghettóblasterinn á stýrið. en núna hefur lisa uppgreidað og er komin á millistigið af hjóli og mótorhjóli. frábært. en lisa fær líklega aldrei að fara í kynskiptaaðgerð því börnin hennar hafa tekið af henni sjálfræðið. hressandi.

þannig að það er allt eins og það á að vera hérna í kardimommubæ. eða ekki. fer bara eftir því hvorum megin þú ert við girðinguna.

12.10.2004

ekki vissi eg ad samtokin gedhjalp vaeru byrjud i bokautgafu?
algjor tremmi.

annars er thad helst ad fretta ad eg skiladi tveimur gigantiskum verkefnum i dag. er mjog satt en leid ad vera buin med kursinn sem thau voru fyrir. merkilegt. man ekki eftir ad hafa verid hrikalega leid med ad vera buin med kursa adur.

i kvold verdur thvi haldid uppa thessi timamot med thvi ad fara ad sofa um leid og eg er buin med thessa faerslu. var uppi i tolvuveri allan gaerdag, alla sidustu nott og i dag. mesta furda ad eg skuli vera comprehensible still.

sjish.
bradum buin og bradum hitti eg mogguna mina og fae ekta mogguknus!!!!

goda nott!

12.08.2004


happy chanukah! nicole (skoffinid med kryppuna), jamie og eg eftir baenastund og the traditional lighting of the menorah i tilefni af chanukah. eg held a sukkuladihududum kleinuhringjum sem eru fyrsta official chanukah gjofin min ever. madur a vist ad borda steiktan mat vegna thess ad olian klaradist ekki i eydimorkinni something something. whatever. kleinuhringirnir sokkudu en mikid var nu gaman ad vera med i halelujanu. hressandi.
enn ein snilldarmyndin! ah.

12.06.2004

fyrsta lokaverkefnid buid. tha eru bara 4 eins eftir og rett rum vika til stefnu...

her snjoadi i dag sem er aedislegt. buid ad vera hlytt og gott haust, en nu er vist kominn desember og thad er taeknilega sed vetur, ekki satt? eg hef thvi sprangad um ganga skolans i nyju kuldaskonum minum i dag og finnst bara allt i lagi ad thurfa ad ganga i sidum naerbrokum, ser i lagi vegna thess ad eftir rett rumar tvaer vikur verd eg ad spranga um i bikinii. var eg buin ad minnast a ad eg er ad fara til bahamas bradum?? einhver? ha?

12.05.2004

vissuði að það er hægt að kaupa defibrillator á amazon.com? hvað er aftur defibrillator á ísl? þetta er tækið sem er eins og tvö straujárn og er notað á fólk sem er með hjartastopp, einhver nuddar straujárnunum saman og gargar "clear!" og svo kemur "bzzzzzzt".... allavega. hér er textinn sem fylgir:

HeartStart Defibrillator: A Life-Saving Device
Be prepared for sudden cardiac arrest with HeartStart. In the crucial minutes when you're waiting for the ambulance, increase the chances of saving a loved one's life with the first heart defibrillator available for home use without a prescription.




finnst ykkur þetta líka skrítið eða er það bara ég? be prepared for sudden cardiac arrest? er ég kannski púkó að finnast þetta vera hræðsluáróður notaður til að selja stöff? æ ég veit ekki. enda kannski ekki að treysta dómgreindinni hjá mér þegar klukkan er langt gengin eitt á laugardagskvöldi og ég er ennþá að teikna og vesinast fyrir skólann.

en fyrst ég er komin upp á sápuboxið...
girl scout cookies. nú hef ég lengi (ja, eða eins lengi og ég hef búið hérna í íþöku) verið mikill aðdáandi girl scout cookies. lengi vel fannst mér thin mints bestar, en núna er ég á þeirri skoðun að caramel delites séu málið. og það er satt að litlu stelpurnar koma og banka á dyrnar hjá manni í litlu skátastelpubúningunum sínum og selja manni kassa með smákökum og þetta er bara sætt. alveg eins og í bíó. mamma eða pabbi bíða í bílnum á meðan skottið hringir á bjöllunni og sjá til þess að það séu engir perrar að abbast upp á barnið á meðan það vinnur sér inn skátamerki til að sauma á búninginn sinn. blágrænir búningar með brúnum klútum og derhúfum. svalt. en nú eru skátarnir í bandaríkjunum stofnun sem er ekkert sérlega hrifin af samkynhneigðu fólki. og mismunar eftir því. og á maður þá að púkka upp á svoleiðis skítapakk? ég tek því mjög persónulega þegar fólki er mismunað, hvort sem það er kynhneigð, aldur, þjóðerni, kyn or you name it, i am a bleeding heart. og ekkert við því að gera þannig séð. enda ekki galli að mínu mati að hafa samkennd. en það er dálítið erfitt að sameina það að mér finnast skátasamtökin hérna öm. og að mér finnast caramel delite smákökurnar algjört dúndur. eiginlega betri en spesíurnar hennar mömmu. and that says a lot. og hvað gerir maður þá? fyrir nokkrum árum henti ég strigaskónum mínum vegna þess að þeir voru nike skór. og ákvað að ég myndi ekki gefa því fyrirtæki mína peninga. ekki eingöngu vegna þess að þeir ráða 7 ára blind og einhent börn með talgalla til að sauma strigaskóna sína fyrir kúk og kanil, heldur vegna þess aðallega að hvernig þeir haga öllum sínum viðskiptum yfir höfuð. en hvar dregur maður línuna? ég væri til dæmis alveg til í að hætta að styrkja öll fyrirtæki og keðjur sem eru á álíka lágu plani og nike. allskonar mismunun og vibbi í gangi. tökum sem dæmi wal-mart. fyrirtæki þar sem meirihluti starfsfólks er í hlutastarfi svo það sé hægt að spara í heilsutryggingum. því ef þú ert í minna en fullri vinnu, þá þarf ekki að borga fyrir þig heilsutryggingu. og svo er starfsfólkinu meinað að ganga í starfsmannasamtök. njah, ekki kannski meinað - en svona "friendly persuasion" eins og í "hey, þú verður rekinn ef þú ætlar í alvöru að styðja þetta starfsmannafélag". oh. ég verð pirruð að hugsa um þetta.
en já. ætla að athuga hvort girl scouts og boy scouts séu virkilega undir sama hatti áður en ég ákveð að kaupa ekki aftur caramel delites.

núna þegar ég les þetta yfir þá finnst mér svo svekkjandi að pirra mig á svona hlutum þegar
1) manni finnst eins og það skipti engu máli fyrir heildina og
2) þegar það er fullt af öðrum hlutum sem eru heldur ekki í lagi.


úff. vandlifað.

en jæja. back to the drawing board. literally.

12.04.2004

eftir rett rumar tvaer vikur....

en thangad til, tha verdur thetta thad sem eg se i speglinum a morgnana. eda thetta?

gaman ad thessu.
:)