6.29.2004

er ég púkó að hafa bara rétt í þessu uppgötvað grant lee buffalo?

6.20.2004

gsm astarljod

"call me," she said.
"i have it on vibrate."



her se stud. komin til islands, buin ad sja halfa familiuna, gefa brabra a tjorninni og labba upp og nidur laugaveginn. gaman ad thessu!
a morgun byrja eg svo ad vinna og tha er thetta allt ad koma.

6.12.2004

ég gerði erfiðan hlut áðan og núna er ég smá leið.

en stundum þarf að gera erfiða hluti til að vera glaður og ég held að þetta sé þannig hlutur. þannig að þó ég sé leið þá er það í lagi.

en ég er að mestu leiti mjög glöð líka, því ég er að fara til íslands. bara smá pakkedí pakk og ég er tilbúin.
á síðustu 24 klukkutímum hefur mér tekist að brjóta eftirfarandi:

gleraugun mín, nánar tiltekið vinstri linsan, í amk. 5678 bita.
krystalsglas, 3 bitar.
hárklemmu-spennu drasl, 4 bitar.
leirskúlptúr listaverk sem mér var gefið í afmælis-innflutningsgjöf, 2 bitar.
óteljandi hjörtu, óteljandi bitar.

ekki amalegt dagsverk.

6.10.2004

mér var ekki ætlað að þvo þvott í gær. don´t get me wrong, mér finnst ekkert leiðinlegra en að þvo þvott, sér í lagi þegar í því felst að schleppa óhreina tauinu alla leið út á möntvask og svo sitja og bíða og bíða eftir að 35 ára þvottavélar sulli eitthvað með fötin mín - ég kalla það ekki þvott þegar í rauninni er bara verið að bleyta upp í flíkunum... ugh. en allavega, ever the procrastinator þá ákvað ég að borða kvöldmatinn fyrst, dunda aðeins á internetinu og vaska upp áður. svo leið og beið og það byrjaði að rigna, sem tafði mig enn frekar. það var frábært, því það hafði verið mjög rakt allan daginn og 30 stiga hiti. allt var kleprað, þar á meðal ég. rigningin var yndisleg. svo komu þrumurnar og eldingarnar. sem eru líka mjög skemmtilegt fyrirbæri. nema þegar eldingu slær niður í möntvaskið mitt. æ æ, en leiðinlegt. heppilegt að ég var ekki með föt í vélunum þarna, því rafmagnið kom ekki á fyrr en klukkan fjögur í nótt. a long spin cycle, if you ask me. en, það var ekki annað að gera en að setjast bara út á verönd með kerti og horfa á eldflugurnar. some days there´s nothing else to do but to smell the goddamn freakin´ roses. í dag er síðasti dagurinn í vinnunni og svo legg ég af stað til íslands á þriðjudaginn. brill.

6.04.2004

eg sa rett i thessu kott elta ikorna upp i tred fyrir utan eldhusgluggann minn. kisi stoppadi thegar hann var kominn langleidina upp sem svarar thremur haedum i ibudarhusi. svo hekk hann bara a klonum og var ekki alveg ad fatta thetta med ad komast aftur nidur.
svo leid og beid. eg for ut med compostinn og thar sem eg hugsa med mer, skyldi kisi hafa komist nidur? heyri eg otrulegan skarkala, kisi hafdi einhvernveginn nad ad hoppa a thakid a husinu naest trenu og thadan nidur - thetta var eins og i teiknimyndunum, thvi thessi kisi var ekki elegant nine lives snua ser vid i midju lofti kisi. neibb. hann bara hlunkadist nidur og svo hristi hann hausinn dalitid hissa og hljop i burtu. hann er ekki med rofu heldur - frekar olanslegur greyid.

6.03.2004

ég var að koma heim eftir að hafa horft á ithaca festival skrúðgönguna - þessi bær er nu ekki alveg í lagi. og það er sko í fínu lagi mín vegna. það er eitthvað alveg einstakt við þetta fyrirbæri. nánast allir bæjarbúar mæta á svæðið, sumir eru meira að segja svo vel undirbúnir að þeir mæta með klappstóla og coolerinn fullan af bjór. svo er bara horft á skrúðgönguna. og þvílík dýrð. he-man chainsaw marching band, the alliance of leisurely activities (hópur af fólki í klappstólum aftan á pallbíl að drekka bjór og veifa til skrúðgönguáhorfenda), og svo over fifty - still nifty (heldri dömur bæjarins í kvöldkjólum með fjaðraskúfa og hatta, á la bára bleika). það eru nottlega fleiri grúppur, eins og félag sjálfboðaliða á spítalanum, bókasafnssjálfboðaliðarnir, nokkrir leikskólar, cooperative extension að sjálfsögðu með compost theatre 'compost rots my world!´ ah ha haha! allavega, svona fútt er æði og núna er ég, eins og maggi svarti hefði orðað það, glöð _inní_ mér. en líka alveg búin á því, því eftir skrúðgönguna var svo slegið upp carribean dance party í miðbænum. vííí.

gleði.
inní.
mér.

og núna eru tæpar tvær vikur þartil ég fer í annað svona partý, á íslandi. skyldi rigna?

6.01.2004

jamm.
er að setja saman óskalista í huganum yfir hluti sem mig langar að gera á meðan ég verð á íslandi. held að það sé svoldið sneðugt, því ég er með óttalegt attitjúd problem hérna. málið er að mér finnst frábært að fara til íslands og vera þar í tvo mánuði. en það sem mér finnst ekki frábært er að ég er að fara í burtu frá íþöku í þá tvo mánuði sem mér finnst bestast og frábærast að vera í íþöku. ég er til að mynda ekki hress með að missa af softball sísoninu, hugsa sér, í ár erum við með sterkasta liðið, er það kannski vegna þess að ég verð ekki með? ég mun koma til með að sakna þess að rölta á sandölum og ermalausum bol á the farmer´s market á lau. og sun. morgnum, fresh produce and people watching - bætir hressir kætir. sömuleiðis finnst mér súrt að missa af dögunum þegar það hefur verið ógeðslega viðbjóðslega frábærlega heitt og rakt og það er komið kvöld og maður situr úti á verönd með ískaldan bjór eða whiskey sour og eldflugurnar byrja að blikka. og krikketurnar að syngja. og froskarnir að kvaka. og moskítóin að suða. sko, þegar maður er með nostalgíu gagnvart moskítóunum, þá er attitjúd adjöstment in order, ekki satt? það er ómögulegt að fara til íslands og vera fúll á móti afþví maður er að missa af einhverju. það er frekar ömurlegt finnst mér. reyndar er þetta eitthvað sem ég mun aldrei losna við - þegar maður býr á einum stað og ekki öðrum. ég sakna til að mynda alltaf íslands og danmerkur þegar ég er ekki þar, og íþöku þegar ég er ekki þar. próblematískt að vera svona internassjónal vúman, maður. allavega, nóg af heimspekilegu röfli. on with the butter. óskalisti. læt ykkur vita þegar ég verð komin eitthvað áleiðis. ég er svöng og því það eina sem mér dettur í hug fyrir listann er matur. ýsa, humar, lax, silungur, skyr, lakkrís, rækjusalat, flatbrauð...júmmelaði!